Við erum mjög mikið úti og í öllum veðrum, því er mikilvægt að hafa ávalt fatnað sem hæfir árstíð og veðurfari. það er einnig mikilvægt að merkja fatnað vel og við hvetjum börnin til að passa uppá sinn fatnað og ganga vel frá í fataklefanum.

nauðsynlegt er að hafa aukafatnað í körfunni, nærbuxur, sokka, buxur, peysu, vettlinga, þykka peysu, ulla/flísbuxur, regngalla/ hlífðarföt, húfu, ullarsokka.

Stundum fara börn út 2x yfir daginn og gott að gera ráð fyrir fatnaði fyrir það, eins og auka vettlinga, húfu, galli/ hlífðarföt.

Hugið einnig að skófatnaði, við erum mikið á ferðinni um fjöll og firnindi. Skórnir þurfa líka að vera þannig að barnið geti sjálft klætt sig í.

Við viljum gjarnan að foreldrar hafi fjölnotapoka fyrir blaut föt, við erum að draga úr allri plastnotkun.

Öll börn þurfa að hafa góðan bakpoka og vatnsflösku.

Við búum á Íslandi...það er allra veðra von...ULL ER GULL :o)