Á grunni laga um leikskóla, aðalnámskrá leikskóla og skólastefnu Ísafjarðarbæjar mótar hver leikskóli Ísafjarðarbæjar sína skólanámskrá. Námskrá er samningur leikskólans við Ísafjarðarbæ um menntamál. Námskráin á að birta sýn, áherslur, gildi og leiðir hvers leikskóla um nám og starf sem grundvallast af lögum og menntastefnu.

Einnig er skólanámskrá ætlað að vera leiðarvísir starfsmanna og gefa foreldrum og öðrum sem áhuga hafa, upplýsingar um starf leikskólans. Í skólanámskrá koma fram sérkenni leikskólans, þau markmið sem hann setur sér og lýsir starfsaðferðum hans. Skólanámskrá leikskólans er lifandi plagg og í sífeldri þróun. Það sem er lagt til grundvallar í skólanámskrá Tanga er aðalnámskrá leikskóla 2011, lög um leikskóla 90/2008 og reglugerðir fyrir leikskóla og skólastefna Ísafjarðarbæjar.