Verkefnið byggir á nokkrum grunngildum sem eru leiðarljósið í öllu efni þess:

UMBURÐARLYNDI: Að viðurkenna og skilja mikilvægi og gildi fjölbreytileikans og koma fram

við alla af virðingu.

VIRÐING: Að viðurkenna og taka tillit til allra barnanna í hópnum, að vera öllum góður félagi og virða mismunandi háttsemi annara.

UMHYGGJA: Að sýna öllum börnum áhuga, samkennd, samlíðan og hjálpsemi. Að hafa skilning á stöðu annarra.

HUGREKKI: Að þora að láta til sín heyra og geta sett sér mörk. Að vera hugrakkur og góður félagi sem bregst við óréttlæti.

Allir hópar á Tanga eru með fastan vinafund/ barnafund 1x í viku. Við notum það form að sitja samna í hring og setja upp sjónræna dagskrá. Á þar ræðum við m.a. um samskipti, vináttu, líðan, skólabrag, hrósum, ræðum atvik og tilfinningar. Við notum efni úr verkefnatöskunni, örsögur og samræðupunkta eða gefum vinanudd. Við notum einnig skapandi aðferðir til að tjá okkur enn betur t.d. með því að teikna okkar líðan við mismunandi aðstæður. Hvert barn á sinn/sína BLÆ og passar upp á hann/hana, notar þegar þarf að sækja sér huggunar eða traust t.d. á griðarsta