lífsleikni er eins og við köllum það ...Að æfa sig i að vera snillingur í lífinu. Öll æfing gerir okkur betri og við höfum valið að taka fyrir eitt gildi í hverjum mánuði og æfa okkur sérstaklega í því.

Ágúst og september: VINÁTTA

þegar tveir hópar mætast á Tanga er mikilvægt að vinna með vináttuna, kynast og eignast nýja vini. Við kynnum stopp hendina til leiks og æfum okkur í að setja mörk, segja hvernig manni líður, ekki meiða aðra hvorki með höndum eða orðum. Vinum líður vel saman, sambandið milli þeirra vekur ekki óöryggi eða kvíða.

Október: GÓÐVILD

Gerum eitthvað fallegt fyrir aðra og sýnum samkennd, bjóðum fram krafta okkar ef við höfum tök á. Snýst um að vera velviljaður og góður við aðra án þess að krefjast nokkurs til baka.

Nóvember: SAMKENND/ GEGN EINELTI

Getan til að deila og skilja tilfinningar annara, setja sig í spor. Ræðum hvað einelti er.

Desember: ÞOLINMÆÐI

þolinmæði er að halda ró sinni og sýna umburðarlyndi, hafa sjálfsstjórn. Hvers vegna eigum við að vera þolinmóð og hvernig.

Janúar: SJÁLFSTÆÐI

Heilbrigt sjálfstraust þroskast með því að fá tækifæri til að spreyta sig og gera mistök. Munið jákvæða athyggli og hrós.

Febrúar: FYRIRGEFNING

Allir gera einhvern tímann mistök, alls konar mistök. þá er gott að kunna að biðjast afsökunar með því að segja; Fyrirgefðu ég ætlaði ekki að gera þetta.

Mars: HUGREKKI

Að hafa kjark til að mæta því sem við hræðumst og gera það sem er verulega erfitt. Hugrekki er það sem við finnum í hjartanu okkar fremur en það sem við hugsum.

Apríl: VIRÐING

Við berum virðingu fyrir okkur sjálfum, öðru fólki, hlutum og náttúrunni.

Maí: GLEÐI

Gleðin byrjar innra með okkur, hún er smitandi og breiðist út til annarra. Gleðin gefur kraft og sjálfstraust til að gera tilraunir í lífinu.

Júní og Júlí: NÁTTÚRUÁST

Allt tengist saman í einni jörð, undir einum himni, á einni tímarás, í einu lífi. Öll náttúran á hnettinum þarf kærleika og virðingu til að lifa og dafna. Við lærum að elska alla þá náttúru sem er í okkar nærumhverfi.