news

Páskar á Tanga

03 Apr 2024

Fyrir páska er alltaf mikil gleði á Tanga og við höfum komið okkur upp ákveðnum hefðum. Á miðvikudegi fyrir páska gerum við risastóra snjó páskahænu á Silfurtorgi til að gleðja íbúa og gesti Skíðavikunnar. Í ár heppnaðist hún ákaflega vel og stóð alla páskana enda nægur efniviður og kuldi þetta árið. Síðan erum við með ratleik og grillum páskapylsur áður en við héldum öll í langþráð páskafrí. Í Skíðavikunni voru börnin einnig þáttakendur í lístasýningu leikskólabarna, okkar sýning var utandyra og mjög skemmtileg að okkar mati en þemað var "vetur, snjór, veður" En það er einmitt svo gaman að skapa hefðir og góða barnamenningu. En við vitum að hænan okkar vakti mikla athygli og gleði.